*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 15. apríl 2016 18:30

1,4 billjón í aflandsfélögum

Oxfam telur að stórfyrirtæki á borð við Apple, Disney og Walmart eigi meira en billjón dala í skattaskjólum.

Ritstjórn

Greining góðgerðasamtakanna Oxfam á eignaráðstöfunum gífurstórrafyrirtækja á borð við Apple, Disney, Walmart og General Electric metur sem svo að 50 stærstu bandarísku fyrirtækin eigi meira en billjón Bandaríkjadala í skattaskjólum. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Ein billjón, sem útleggst á ensku sem ‘trillion’, er jafngildi þúsund milljarða. Í mati Oxfam kemur fram að samanlagt eigi fyrirtækin 1.400 milljarða Bandaríkjadala í skattaskjólum. Þegar þessi tala er færð í íslenskar krónur verður hún stjarnfræðilega há - eða um eitt hundrað sjötíu og tvö þúsund milljarðar króna.

Oxfam telur að Apple eigi eitt og sér 181 milljarð Bandaríkjadala, (rúmlega 22 þúsund milljarða) í skattaskjólum gegnum þrjú mismunandi dótturfyrirtæki. Þá á General Electric um það bil 119 milljarða Bandaríkjadala í 118 mismunandi undirfélögum.