Hagvöxtur jókst um 1,4% á ársgrundvelli í Bandaríkjunum, nokkuð hærra en fyrra mat upp á eitt prósent. Ástæðan er sú að einkaneysla jókst meira en fyrri greiningar höfðu gert ráð fyrir.

Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs minnkaði hagnaður bandarískra fyrirtækja um 11,5% á ársgrundvelli. Hann hefur ekki minnkað meira frá árinu 2008 þegar hann féll um 31%. Samanlagður hagnaður bandarískra fyrirtækja fyrir skatta féll um 3,1% á sama tíma samkvæmt nýjustu gögnum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu.