*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 8. apríl 2020 08:12

1,4 milljarða hagnaður Snæbóls

Eignarhaldsfélagið hagnaðist um rúmlega 1,4 milljarða króna á rekstrarárinu 2019 en árið áður tapaði félagið 500 milljónum.

Ritstjórn
Steinunn Jónsdóttir er annar eigandi Snæbóls.

Eignarhaldsfélagið Snæból hagnaðist um rúmlega 1,4 milljarða króna á rekstrarárinu 2019 en árið áður tapaði félagið hálfum milljarði. Eignir félagsins námu 12,7 milljörðum króna á síðasta degi ársins 2019 og eigið fé nam tæplega 11,5 milljörðum króna.

Félagið er í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar. Snæból er næststærsti hluthafi í Sjóvá, með 9,5% hlut í sinni eigu og var stór hluthafi í Heimavöllum þar til nýlega. Þá á félagið hlut í Eyri Invest.