Hagnaður Actavis á þriðja ársfjórðungi nam 15 milljónum evra. Tekjur jukust um 36,9% í ársfjórðunginum og 42,8% fyrstu níu mánuði ársins 2004, samanborið við árið 2003. Innri vöxtur félagsins 5,8% á þriðja ársfjórðungi og nam 12,5% fyrstu níu mánuði ársins. Hlutfall EBITDA af rekstrartekjum var 25,2% á þriðja ársfjórðungi og um 26,1% fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Geðdeyfðarlyfið Mirtazapine var sett á markað af Sölu til þriðja aðila, framkvæmdastjórn styrkt með ráðningu þriggja nýrra framkvæmdastjóra

Á þriðja ársfjórðungi jókst sala félagsins um 36,9% og var hún 105,1 millión evra (3F2003: 76,8 milljónir evra). Innri vöxtur félagsins nam 5,8%. Innri vöxtur sölu á eigin vörumerkjum jókst lítilega eða um 0,2% og innri vöxtur sölu til þriðja aðila nam 18,5%. Hagnaður fyrir vexti, afskriftir og skatta (EBITDA) jókst og var 26,5 milljónir evra (3F 2003: 20,6 milljónir evra). EBITDA í hlutfalli af rekstrartekjum jókst um 28,7% milli fjórðunga og var 25,2% á þriðja ársfjórðungi. Lægri EBITDA skýrist af lægri sölu í fjórðungnum.