Fjórtán sóttu um starf forstjóra Landspítalans, átta konur og sex karlar. Nýr forstjóri tekur til starfa 1. september 2008 en umsóknarfresturinn rann út í gær, 15. júlí 2008.

Þau sem sóttu um starfið eru Anna Lilja Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Landspítala, Anna Linda Bjarnadóttir sjálfstætt starfandi lögmaður, Björn Zoëga starfandi forstjóri Landspítala; Stefán E. Matthíasson, læknir og sjálfstætt starfandi sérfræðingur; Eydís K. Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri Landspítala; Guðmundur Björnsson, læknir, meðeigandi og stjórnarformaður Janus endurhæfingar; Helgi Þorkell Kristjánsson, aðstoðardeildarstjóri innkaupadeildar Icelandair Tech. Services; Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Osló; Kristján Oddsson, yfirlæknir stjórnsýslusviðs landlæknisembættisins; María Heimisdóttir, sviðsstjóri Landspítala; Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga slysa-og bráðasviðs Landspítala; Ragnheiður Haraldsdóttir, sviðsstjóri í heilbrigðisráðuneytinu; Sjöfn Kristjánsdóttir læknir og Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri Landspítala.