Ekki verður horfið frá því að taka þátt í heimssýningunni í Kína (Expo 2010 í Shanghai) sem haldin verður á næsta ári enda munu Kínverjar hafa sett verulegan þrýsting á málið.

Kostnaður hefur verið skorinn verulega niður en upphaflegar tillögur gerðu ráð fyrir að hann yrði 620 milljónir króna.

Samkvæmt fjáraukalögum fyrir árið 2008 og fjárlögum þessa árs fara 140 milljónir króna í sýninguna af hálfu ríkissjóðs.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .