Sem liður í markmiði bresku ríkisstjórnarinnar um að minnka nettó innflutning til landsins úr 300 þúsund manns á ári niður í um 100 þúsund verða fyrirtæki sem ráða erlent vinnuafl skattlögð sérstaklega.

Skatturinn sem tekur gildi í apríl jafngildir 1.000 pundum, eða sem nemur um 142 þúsund íslenskum krónum á hvern erlendan starfsmann, að því er fram kemur í frétt The Republic .

Nær ekki til EES borgara strax

Sem stendur mun skatturinn ekki ná til borgara Evrópska efnahagssvæðisins, en það gæti breyst þegar úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hafi tekið gildi að sögn Robert Goodwill, ráðherra innflytjendamála.

Sagði hann að það væri „eitthvað sem mælt hefði verið um við okkur að gæti átt við,“ starfsmenn úr Evrópusambandinu en viðræðurnar væru rétt að hefjast.

„Við erum ekki á þeim stað enn að við gætum komið með vangaveltur um hver niðurstaðan myndi vera, í kjölfar úrsagnarinnar og viðræðnanna.“

Gagnrýnt af fyrirtækjum

Samtök fyrirtækja í landinu hafa gagnrýnt hugmyndir um þennan sérstakan skatt.

Seamus Nevin, frá Institute of Directors, segir að fyrirtæki „einfaldlega geti ekki afborið það tvöfallda álag að hafa bæði meiri hömlur og svo, ef þeim tekst að finna rétta starfsmanninn, að þurfa að borga meira.“

Goodwill sagði að líklega myndu starfsmönnum í landbúnaði áfram vera leyft að koma til Bretlands á árstíðabundnum skammtímasamningum. Margir bændur treysta á austur evrópska starfsmenn til að týna ávexti og grænmeti og hafa þeir áhyggjur af skorti á starfsmönnum þegar Bretland yfirgefur sambandið.