1400 þýskir fjárfestar höfða mál gegn þýska bílarisann Volkswagen vegna hneykslismáls sem kom upp á síðasta ári vegna svika fyrirtækisins. Volkswagen bjó til hugbúnað sem blekkti eftirlitsaðila sem mældu útblástur á eiturefnum. Frá þessu er greint á vef BBC.

Dómstóll í Braunschweig í Þýskalandi barst til að mynda 750 stefnur síðasta mánudag. Dómstólinn þurfti  að ráða til sín starfsmenn til þess að fara yfir og meta stefnurnar sem bárust vegna svindls Volkswagen.

Volkswagen hefur nú þegar lagt til hliðar um 16,2 milljarða evra til þess að greiða vegna málshöfðanna.