Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 12. apríl 2018 var bú Aflbindinga - Járnverktaka ehf. tekið til gjaldþrotaskipta.

Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 29. júní 2018 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur nema 145,4 milljónum króna.

Forveri Aflbindinga - Járnverktöku var félagið Aflbindingar en það varð úrskurðað gjaldþrota árið 2011. Lýstar kröfur námu þá 63 milljónum króna en engar eignir fundust í búinu. Félagið gekk í gegnum gífurlega erfiðleika eftir hrun en árið 2008 fór fjöldi starfsmanna fyrirtækisins úr 140 niður í 8.