*

miðvikudagur, 27. október 2021
Erlent 19. júlí 2015 16:19

15 bestu háskólar í heimi

Þetta eru 15 bestu háskólar í heimi samkvæmt lista CWUR. Getur þú giskað í hvaða sætum íslensku háskólarnir eru?

Ritstjórn
Yale University er einn af bestu háskólum í heimi.

Hugveitan Center for World University Rankings (CWUR) hefur gefið út nýjan lista yfir 1000 bestu háskóla í heimi. Sem fyrr er toppur listans þéttskipaður bandarískum og breskum háskólum. Tveir ísraelskir og nokkrir austur-asískir skólar eru þó einnig ofarlega á listanum.

Háskóli Íslands er eini íslenski skólinn sem kemst á listann. Skólinn er í sæti númer 461. Gæði starfsfólks skólans er helst talið honum til tekna, en hann er ekki ofarlega í fjölda einkaleyfa. Háskóli Íslands er ofar á listanum heldur en besti háskóli Tyrklands, og er á svipuðum slóðum og bestu háskólar Póllands. 149 bandarískir háskólar eru ofan við HÍ á listanum.

Hér eru 15 bestu háskólar heims að mati CWUR:

15. sæti - Kaliforníuháskóli í Los Angeles

14. sæti - Pennsylvaníuháskóli

13. sæti - Háskólinn í Tókýó

12. sæti - Tækniháskólinn í Kaliforníu

11. sæti - Yale University

10. sæti - Cornell University

9. sæti - Princeton University

8. sæti - Háskólinn í Chicago

7. sæti - Kaliforníuháskóli í Berkeley

6. sæti - Columbia University

5. sæti - University of Oxford

4. sæti - University of Cambridge

3. sæti - Massachusetts Institute of Technology

2. sæti - Stanford University

1. sæti - Harvard University

Stikkorð: Háskóli Menntun