Icelandair flutti um 309 þúsund farþegar í millilandaflugi í júní og voru þeir 15% fleiri en í júní á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Framboðsaukning var 16%. Sætanýting nam 82,5% og jókst um 0,4 prósentustig á milli ára.

Fella þurfti niður 65 flug og breyta 10 þúsund bókunum vegna verkfallsaðgerða flugvirkja i mánuðinum.

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru 27 þúsund í júní og fækkaði um 3% milli ára. Þá jukust fraktflutningar um 2% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um 1% miðað við júní á síðasta ári. Herbergjanýting var 77,8% og var 4,3 prósentustigum hærri en í júní 2013.