Verslunarráð hyggst kynna hugmyndir um 15% landið Ísland á vormánuðum 2005. Tillögurnar miðast við að sem flestir skattar verði 15% þ.á m. tekjuskattar einstaklinga, tekjuskattar fyrirtækja og virðisaukaskattur. "Árangur tekjuskattslækkunar á fyrirtæki er ótvíræður og VÍ vill setja fram raunhæfar tillögur um verulega einföldun skatta sem geta treyst enn frekar samkeppnisstöðu landsins," segir í frétt Verslunarráðs.

Aðildarfélagar VÍ geta tekið þátt í starfi nefndarinnar og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Þór Sigfússon, framkvæmdastjóra VÍ