Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samningum við Tannlæknafélag Íslands um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga. Óhætt er að segja að samningurinn marki tímamót þar sem 21 ár er liðið síðan síðast var gerður heildstæður samningur um tannlækningar. Sá samningur rann út árið 1998.

Eins og Viðskiptablaðið hefur ítrekað fjallað um ber yfirvöldum skylda til að ganga frá samningum við lækna en sérgreinalæknar eru sem stendur án samninga um greiðsluþátttöku ríkisins. Hinn nýji tannlækningasamningur tekur til þeirra sem sinna almennum tannlækningum barna. Þegar hann verður að fullu kominn til framkvæmda mun árlegur kostnaður nema um 1,5 milljörðum króna.