Ríkisstjórnin ætlar að veita tæplega 1,5 milljörðum króna til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri á næsta ári. Áætlun þessa efnis var kynnt í ríkisstjórn á föstudag og fékk fjárlaganefnd minnisblað þessa efnis í gær, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir, í samtali við Fréttablaðið, að alltaf hafi staðið til að kynna hugmyndir um fjárframlag til tækjakaupa í ríkisstjórn og fjárlaganefnd fyrir aðra umræðu fjárlaga enda hafi það vrið tiltekið í frumvarpinu.

„Ég hef kynnt tækjakaupaáætlun í ríkisstjórninni og sendi svo nefndinni minnisblað um það. Þar geri ég rá fyrir að Landspítalinn muni fá 1262 milljónir króna og sjúkrahúsið á Akureyri frái 273 milljónir á næsta ári,“ segir Kristján Þór meðal annars í samtali við Fréttablaðið.