Heildartap Nýherja var 15 milljónir króna á fyrri árshelmingi en EBITDA 210 milljónir. Í tilkynningu félagsins segir að sala og afkoma af rekstri Nýherja móðurfélags og TM Software ehf. hafi verið góð en tap hafi verið af rekstri erlendis.

Ný 2.500 fermetra þjónustu- og vörumiðstöð var tekin í rekstur og Tempo tímaskráningarkerfi frá TM software er nú komið til margra af stærstu fyrirtækja heims.

Þórður Sverrisson, forstjóri: „Rekstur Nýherja móðurfélags og TM Software ehf. gekk vel og var hagnaður umfram áætlanir. Tap var hins vegar af rekstri Applicon félaganna á Íslandi og í Danmörku. Afkoma félagsins veldur vonbrigðum, því áætlanir gera ráð fyrir um 258 mkr EBITDA hagnaði á fyrri árshelmingi. Nokkur óvissa er um rekstur erlendra dótturfélaga, en gert er ráð fyrir að áfram verði góður gangur í innlendum rekstri.“