Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskólann í Breiðholti rann út föstudaginn 30. janúar sl.

Á vef menntamálaráðuneytisins kemur fram að ráðuneytinu bárust fimmtán umsóknir um stöðuna.

Umsækjendur eru:

  • Anna Jóna Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari,
  • Baldvin Björgvinsson, framhaldsskólakennari,
  • Björgvin Þórisson, framhaldsskólakennari,
  • Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari,
  • Gunnar M. Gunnarsson, framhaldsskólakennari,
  • Heimir Jón Guðjónsson, kennslustjóri,
  • Helga Kristín Kolbeinsdóttir, áfangastjóri,
  • Kolbrún Kolbeinsdóttir, framhaldsskólakennari,
  • Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður,
  • Kristján Bjarni Halldórsson, framhaldsskólakennari,
  • Magnús Ingvason, kennslustjóri,
  • Ólafur Jónsson, sviðsstjóri,
  • Sigfríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri,
  • Valgerður Þ. E. Guðjónsdóttir, framhaldsskólakennari og
  • Þór Steinarsson, gæðastjóri.

Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar nk.