Fyrir þá sem vilja gera vel við sig á föstudaginn er um að gera að skreppa til Svíþjóðar þar sem nokkrar flöskur af kampavíni verða á uppboði. Þær elstu eru um 150 ára og sumar jafnvel eldri. Vonir standa til að hægt verði að setja nýtt heimsmet þegar dýrasta flaskan verður seld samkvæmt frétt á dn.no.

Á uppboðinu á Álandi í Svíþjóð verða samtals ellefu flöskur boðnar upp. Sex þeirra eru frá kampavínsframleiðandanum Juglar sem hætti framleiðslu árið 1929. Fjórar flöskur eru frá Veuve Clicquot frá árunum 1841-1850 og ein flaska er frá Heidsieck & co. Flöskurnar eru frá skipi sem fannst á hafsbotni við strendur Svíþjóðar. 145 flöskum var bjargað í heilu lagi frá skipinu en 79 þeirra eru í nægjanlega góðu ástandi svo að hægt sé að neyta þeirra.