*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. mars 2015 15:27

150 milljónum varið í störf fyrir námsmenn

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að verja 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til þess að skapa störf.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að verja um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni til að skapa störf fyrir námsmenn í sumar hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun.

Framlag Atvinnuleysistryggingasjóðs nemur nú að hámarki grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta (+ 8% framlags í lífeyrissjóð) fyrir hvert starf samtals 198.923 krónur pr. mánuð en ráðningartíminn er tveir mánuðir.

Markmiðið er að skapa 365 störf með fjárhæðinni. Störfin skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga. Ráðgert er að störfin verði auglýst í lok apríl eða byrjun maí.