*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 2. desember 2013 15:17

150 stunda nám í læknisfræði erlendis

Illugi Gunnarsson telur ekki rétt að skikka lánþega hjá LÍN til þess að koma heim úr námi.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Vitað er um 150 Íslendinga sem stunda nám í læknisfræði erlendis. Þetta kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur. Flestir þeirra, eða 87, eru í námi í Ungverjalandi.

„Samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna sóttu alls 150 íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám í læknisfræði erlendis skólaárið 2013–2014 um lán frá sjóðnum. Flestir þessara námsmanna stunda nám í Ungverjalandi (87), Slóvakíu (42) og Danmörku (16),“ segir í svarinu.

Í svari ráðherra við fyrirspurn Vigdísar kemur fram að ekki sé talið rétt að skilyrða lán til einstaklinga sem stunda nám erlendis þannig að þeir greiði hærri vexti af lánum sínum kjósi þeir ekki að snúa aftur heim til Íslands að loknu námi og fyrir því liggja nokkur veigamikil rök.