„Við erum með í kringum þrjár fullar gestabækur eftir sýninguna, en það eru reyndar ekki allir sýningargestir sem skrifa þar undir,“ segir Erling Klingenberg hjá Kling og Bang galleríi. Yfir 1.500 gestir mættu á síðasta sýningardag listaverksins The Visitors eftir Ragnar Kjartansson sem sýnt var í galleríinu um síðustu helgi. Sýningin sem hófst 30. nóvember á síðasta ári átti að standa til 9. febrúar en var framlengd til síðastliðins sunnudags í ljósi mikillar aðsóknar.

„Við vitum fyrir víst að þetta voru eitthvað á milli 1500 til 1700 gestir bara á sunnudeginum en við erum að taka saman heildartölur sem verða væntanlega tilbúnar um eða eftir næstu helgi,“ segir Erlingur.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir jól í fyrra að búið væri að selja öll sex eintökin af verki Ragnars. Hvert eintak fór á 120 þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 14 milljóna króna. Söluandvirði verkanna allra nam þessu samkvæmt um 84 milljónum íslenskra króna. Á meðal kaupenda voru helstu listasöfn og safnarar í heimi.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Hver eru verðmætustu sveitarfélögin?
  • Segja Netflix ekki skaða Stöð 2 og SkjáEinn
  • Leita eftir álitum um afnám hafta
  • Póst- og fjarskiptastofnun gagnrýnir Íslandspóst
  • Íbúðalánasjóður undirbýr markaðinn fyrir uppgreiðanleg bréf
  • Rýnt í uppgjör TM, VÍS, Arion banka og Vodafone
  • Smábátasjómenn vilja makrílveiðar án aflatakmarkana
  • Minna fé er varið í landkynningarmál
  • Hver er Carl Icahn?
  • Viðskiptablaðið ræðir við Friðrik Þór Snorrason hjá Reiknistofu bankanna
  • Fyrirtækjum í ferðaþjónustu fjölgar
  • Börnin eru enga stund að læra á skíði
  • Nærmynd af Salóme Guðmundsdóttur hjá Klak Innovit
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um gjána á milli stjórnar og atvinnulífs
  • Óðinn skrifar um umboðsvanda lífeyrissjóðanna
  • Þá eru í blaðinu greinar, pistlar, myndasíður og margt, margt fleira