Vinnuskóli Reykjavíkur hóf starfsemi sína í byrjun vikunnar og nú sjást ungmenni taka til hendinni í görðum og blómabeðum borgarinnar. Tæplega 1.500 ungmenni úr níunda og tíunda bekk fá vinnu hjá skólanum. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins .

Þetta er í sextugasta og fjórða skipti sem vinnuskólinn er starfræktur, og fær hvert ungmenni vinnu í þrjár vikur, en skólinn starfar í alls sex vikur.

Meðal verkefna nemenda vinnuskólans er umhirða gróðurs og beða víðsvegar um borgina og á lóðum ýmissa stofnana. Nemendur vinna átta tíma á dag. Nemendur í níunda bekk 408 krónur á tímann, en nemendur í tíunda bekk fá aðeins hærra kaup, 543 krónur á tímann. Auk þess fá nemendur umhverfisfræðslu á vegum Landverndar og jafningjafræðslu frá Hinu húsinu.