Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Akureyri, á Árborgarsvæðinu, Akranesi og Reykjanesbæ er 152 í nýliðnum janúarmánuði. Heildarveltan var samtals um 3,6 milljarðar króna.

Þinglýstir kaupsamningar á Akureyri voru 41 talsins í janúar. Þar af voru 11 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um eignir í sérbýli og 21 samningur um annars konar eignir. Heildarveltan var 815 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 34 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um eignir í sérbýli og 16 samningar um annars konar eignir.  Heildarveltan var 850 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25 milljónir króna.

Á sama tíma var 23 kaupsamningum þinglýst á Akranesi. Þar af voru 16 samningar um eignir í fjölbýli, 5 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir.  Heildarveltan var 620 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 54 kaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ. Þar af voru 27 samningar um eignir í fjölbýli, 21 samningur um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.327 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,6 milljónir króna.