Nesdekk hagnaðist um 152 milljónir króna á síðasta ári og nær tvöfaldaðist afkoman frá fyrra ári er hagnaður nam 82 milljónum. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 1,2 milljörðum króna og jukust um nærri fjórðung frá fyrra ári er rekstrartekjur námu 965 milljónum króna.Rekstrargjöld jukust jafnframt milli ára, eða úr 820 milljónum króna í 971 milljón.

EBITDA nam 231 milljón króna í fyrra, samanborið við 145 milljónir króna árið áður.

Eignir Nesdekkja námu 758 milljónum króna í lok síðasta árs, skuldir 516 milljónum og eigið fé 211 milljónum. Eiginfjárhlutfall var því 28% í lok árs 2020.

Nesdekk er 90% í eigu hjónanna Benedikts Eyjólfssonar og Margrétar Betu Gunnarsdóttur, eigenda Bílabúðar Benna. Ólafur Konráð Benediktsson, framkvæmdastjóri Nesdekkja, á eftirstandandi 10% hlut.