Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu nam 15,7 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands .

Alls námu viðskipti með eignir í fjölbýli 10,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli námu 4,3 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir námu 1,3 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 36,1 milljón króna.

Þegar febrúar 2015 er borinn saman við janúar 2015 fækkar kaupsamningum um 8,2% og velta minnkar um 19,9%. Í janúar 2015 var 475 kaupsamningum þinglýst, velta nam 19,6 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 41,4 milljónir króna.