*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 7. janúar 2016 13:31

1.581 sóttu um listamannalaun

Sótt var um sjö sinnum fleiri mánuði en voru til úthlutunar. Meðal launþega eru margir landsþekktir listamenn.

Ritstjórn
Andri Snær Magnason rithöfundur hlaut 12 mánaða listamannalaun.
Eva Björk Ægisdóttir

Greint hefur verið frá því hverjir hljóta listamannalaun árið 2016. Þetta kemur fram á vefsíðu Rannís. 

Þar segir að til úthlutunar voru 1.606 mánaðarlaun, sótt var um 11.381 mánuði sem er ríflega 20% aukning frá fyrra ári. Alls bárust 946 umsóknir (1.581 umsækjendur) um starfslaun og ferðastyrki frá einstaklingum og hópum. Úthlutun fá 378 listamenn (þar af 78 í 14 sviðslistahópum). Samkvæmt fjárlögum 2016 nema starfslaun listamanna 339.494 kr. á mánuði en í frétt Rannís er það tekið fram að um verktakagreiðslur er að ræða. Það þýðir að alls verður varið rúmum 545 milljónum króna í listamannalaun.

Meðal þeirra sem fengu úthlutun þetta árið eru Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Gerður Kristný Guðmundsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundar en þau fengu öll 12 mánaða listamannalaun. 

Hægt er að sjá listann í heild sinni á vefsíðu Rannís.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is