Fjöldi farþega sem flaug með Air China á síðasta ári var 185,2 milljónir og er það 16% fjölgun frá árinu þar á undan. Alls flutti flugfélagið tæpar fjórar milljónir tonna af frakt sem er 13% aukning frá fyrra ári.

Mest var aukningin í farþegaflugu á alþjóðlegum flugleiðum en minni innanlands.

Á fréttavef Dow Jones segir að flugvélaframleiðendurnir Boeing og Airbus séu í harðri baráttu um sívaxandi markað fyrir farþegaþotur í Kíma. Áætlanir gera ráð fyrir að Kínverjar þurfi að fjölga farþegaþotum í flota sínum um 2650 til ársins 2025 og því um stóran markað að ræða.