Íslensk fyrirtæki og stofnanir nota fleiri og fjölbreyttari aðferðir við ráðningar en árið 2009. Þetta á bæði við um öflun umsækjenda og mat á umsækjendum. Lítils háttar framför er á tíðni þess að fyrirtæki og stofnanir séu með formlegt móttökuferli en þó eru enn 11% fyrirtækja ekki með neitt slíkt ferli. Athygli vekur að hlutfallið er hærra hjá opinberum stofnunum þar sem 20% eru ekki með formlegt móttökuferli. Þá eru 16% fyrirtækja ekki með neitt þjálfunarferli og eru 30% opinberra stofnana ekki með slíkt ferli. Hér á Íslandi virðist algengt að stjórnendur séu ráðnir utan fyrirtækja og á það við um 15% þjónustufyrirtækja og 15% opinberra stofnana að enginn stjórnandi í efsta lagi fyrirtækjanna hefur verið ráðinn innanhúss.

Matið er hluti af niðurstöðum Cranet-rannsóknarinnar svokölluðu og snýr að mannauðsstjórnun. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynnt á dögunum í Háskólanum í Reykjavík og fjallaði Viðskiptablaðið ítarlega um málið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .