Hagvöxtur nam 1,6% á árinu 2012. Þetta er annað árið í röð sem landsframleiðsla eykst, en hagvöxtur var 2,9% árið 2011 eftir töluverðan samdrátt í tvö ár þar á undan. Þetta kemur fram í gögnum sem Hagstofa Íslands birti í dag.

Athygli vekur að á síðasta ársfjórðungi einum dróst fjárfesting saman um 23%. Á árinu í heild jókst fjárfesting hins vegar um 4,4% og segir Hagstofa mega skýra það með innfluttum skipum og flugvélum. Að frádregnum slíkum fjárfestingum dróst fjárfesting á síðasta ári saman um 4,7% og munar þar mestu um minni fjárfestingu í stóriðju- og orkuverum.

Þjóðarútgjöld á síðasta ári jukust meira en sem nemur hagcexti, eða um 1,9&. Einkaneysla jókst um 2,7% en samneysla dróst saman um 0,2%. Útflutningur jókst um 3,9% og innflutningur um 4,8%.