Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert opinber gögn um hagvöxt í Bandaríkjunum. Hagvöxtur í þessu stærsta hagkerfi heimsins nam 1,6% í fyrra og lækkar um eitt prósentustig milli ára þegar hann nam 1,6%. Hagvöxtur hefur ekki verið minni frá árinu 2011. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar .

Á fjórða ársfjórðungi var hagvöxturinn 1,9% og hafði samdráttur í útflutningi neikvæð áhrif á hagvaxtartölur. Á þriðja ársfjórðungi nam hagvöxturinn 3,5 prósentum.

Spár greiningaaðila gerðu ráð fyrir 2,1% hagvexti á fjórða ársfjórðungi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað því að gera allt sem að í valdi sínu stendur til að ýta undir aukinn hagvöxt í landinu og hefur meðal annars lofað því að hagvöxtur verði 4%.