16 manns var sagt upp störfum hjá embætti sérstaks saksóknara í morgun, að því er kemur fram á fréttavef Vísis . Uppsögnin er hópuppsögn og verður því tilkynnt Vinnumálastofnun sem slík. Starfsmenn embættisins verða 50 talsins eftir uppsögnina.

Samkvæmt árshlutayfirliti fyrir ríkisaðila fyrir fyrstu tvo ársfjórðunga 2014 hafði embættið farið ríflega fram úr fjárheimildum sínum um mitt ár og eytt 447 milljónum, eða 162 milljónum meira en gjaldaheimildir höfðu gert ráð fyrir, en þær voru 568 milljónir á árinu.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er fjárveiting til embættisins 292 milljónir króna og því ljóst að fjárheimildir embættisins hafa verið lækkaðar mikið á milli ára.