Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, sem einnig er dagur íslenskrar tungu, verður framvegis opinber fánadagur samkvæmt úrskurði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta.

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að Geir Haarde, forsætisráðherra, gerði tillögu um þessa breytingu.

Úrskurðurinn hefur verið birtur í Stjórnartíðindum og tekið gildi.