Ríkisstjóri New Jersey Chris Christie tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann er 16. repúblíkaninn til að gera þetta, en 15 karlar og 1 kona eru nú í framboði. Aldrei hafa jafn margir repúblíkanar sóst eftir tilnefningunni.

Meðal þeirra 15 sem hafa tilkynnt um framboð auk Christie eru: Donald Trump,  Marco Rubio, Rand Paul, Rick Santorum, Carly Fiorina, Ben Carson, Jeb Bush og Ted Cruz.

Það má ætla að öllum þeirra, utan Trump, sé alvara um framboð sitt og séu ekki einungis að sækjast eftir athygli. Allir nema þrír þeirra eru núverandi eða fyrrverandi ríkisstjórar eða þingmenn. Reuters greinir frá því að ástæða þess að það eru svona margir í framboði sé sú að þeir sem hafi stjórnað hverjir færu í framboð undanfarna áratugi hafi misst völdin.

Enn er óvíst hver mun að lokum leiða repúblíkanaflokkinn, Jeb Bush var talinn líklegur en nú er það óvíst.

Hillary Clinton þykir sigursælust meðal demókrata en auk hennar hafa Lincoln Chafee, Martin O‘Malley og Bernie Sanders tilkynnt um forsetaframboð.