*

þriðjudagur, 28. september 2021
Erlent 13. apríl 2020 19:01

16% tekjusamdráttur á fyrsta ársfjórðungi

Hlutabréf Ford féllu um 3% eftir að fyrirtækið varaði við því að tekjur þess hefðu dregist saman um 15,7% á fyrsta ársfjórðungi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf bílaframleiðandans Ford féllu um 3% eftir að fyrirtækið varaði við því að tekjur þess hefðu dregist saman um 15,7% á fyrsta ársfjórðungi, í samanburði við sama fjórðung í fyrra. Er samdráttur í sölu og framleiðslu vegna kórónuveirunnar sögð ástæða tekjusamdráttarins. CNBC greinir frá.

Tekjur bílaframleiðandans á fyrsta ársfjórðungi námu um 34 milljörðum dollara en á sama tímabili í fyrra námu tekjurnar 40,4 milljörðum dollara.

Þá kveðst Ford eins og staðan er er í dag ekki geta gert endanlega spá fyrir um afkomu þessa árs, en gróflega megi reikna með að tap fyrir skatta muni nema um 600 milljónum dollara.

Ford ku eiga um 30 milljarða dollara í reiðufé á efnahagsreikningi sínum og segir Tim Stone, fjármálastjóri félagsins að félagið muni leita leiða til að styrkja efnahagsreikning sinn og lausafjárstöðu enn frekar.

Stikkorð: Ford kórónuveira