Tónlistarhátíðin All Tommorow's Parties (ATP) verður haldin í Ásbrú í Keflavík í næstu viku en að sögn Tómasar Young, framkvæmdastjóra hátíðarinnar á Íslandi, hafa nú þegar tæplega 1.600 erlendir gestir keypt miða á hátíðina. Á hátíðinni troða upp margar þekktar hljómsveitir en á meðal þeirra eru Portishead, Interpol, Mogwai og Fuck Buttons svo örfáar séu nefndar. Tómas bætir því jafnframt við að enn fleiri íslenskir gestir hafa boðað komu sína á hátíðina. „Ég hef ekki tekið það saman nákvæmlega en þegar þú tekur saman alla hljómsveitarmeðlimi auk styrktaraðila þá verður þetta líklega á endanum 3.500 til 4.000 manna hátíð,“ segir Tómas.

Erlend hátíð

ATP er erlend hátíð en hún var stofnuð árið 1999 og haldin sama ár í Camber Sands í Sussex í Englandi. Fyrsta ATP hátíðin á Íslandi var haldin í fyrra, einnig í Ásbrú, en uppruna hennar má rekja til þess þegar Tómas var fenginn ásamt öðrum í hugmyndasmiðju hjá eigendum flugvallarsvæðisins fyrir nokkrum árum síðan. „Ein af þeim hugmyndum sem við fengum var að halda tónlistarhátíð í anda ATP,“ segir Tómas. „Þegar ég fer að vinna að því þá spurði einn vinur minn af hverju ég hafði ekki bara beint samband við skipuleggjendur ATP erlendis. Til að gera langa sögu stutta þá urðu þau mjög áhugasöm, komu hingað, leist mjög vel á Ásbrú og síðan var ákvörðun tekin í kjölfarið um að halda hátíðina hér á landi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Borgarstjóri segir áform um leiguíbúðir ekki stangast á við lög
  • Liggur framtíðin í rafbílunum?
  • Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir afrek að Háskólinn hafi komist í hóp 300 bestu skóla í heimi. Kristín er í ítarlegu viðtali í blaðinu.
  • Frjáls framlög til þróunarmála hækka milli ára
  • Fríverslunarsamningur við Kína skiptir sjávarútvegsfyrirtæki miklu máli
  • Markaðsstarf vínbúðanna lýtur öðrum lögmálum en markaðsstarf annarra fyrirtækja
  • Ekki er lagaheimild fyrir 100% ríkistryggingum innlána
  • Óeining ríkir um ágæti danska húsnæðiskerfisins
  • Nærmynd af nýjum forstjóra Byko
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um fríverslunarsamning við Kína
  • Óðinn skrifar um Piketty og 21. aldar sósíalismann
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira.