Um 1.600 manns sóttu um í kringum 100 störfum sem flugfreyjur- og þjónar hjá Icelandair Group. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að gengið hafi verið frá ráðningum í gær. Hann bendir á að flugfélagið er að auka starfsemi sína, stækka leiðakerfið um 18%, bæði með því að bæta við nýjum áfangastöðum og auka tíðni flugferða þangað sem flogið er.

Af þeim 1.600 sem sóttu um störfin þreyttu 1.200 inntökupróf og tæplega 100 ráðnir.

Hjá flugfélaginu verða um 700 flugfreyjur og -þjónar hjá flugfélaginu.