*

laugardagur, 11. júlí 2020
Innlent 24. ágúst 2014 17:15

1.608 kr. til góðgerðarmála

Hanna Birna Kristjánsdóttir ásamt Önnu Lilju og Hólmfríði Þórisdætrum hélt tombólu árið 1975.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Aðeins níu ára gömul hélt núverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, tombólu til styrktar Skyrtkarfélagi lamaðra og fatlaðra ásamt vinum sínum í Hafnarfirði. Morgunblaðið greindi frá þessu í sunnudagsblaði sínu í desember árið 1975. Hanna er til vinstri á myndinni ásamt þeim Önnu Lilju og Hólmfríði Þórisdætrum en þær héldu tombóluna ásamt Theódóri Kristjánssyni sem ekki komst í myndatöku og söfnuðu þau alls 1.608 krónum.