Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um að krafa Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) að upphæð tæpum 166 milljörðum skuli vera viðurkennd sem almenn krafa við slitameðferð Icebank.

Krafan sjálf snýr að lánveitingu SÍ til Icebanks gegn veðum í verðbréfum sem Landsbanki Íslands, Glitnir og Kaupþing höfðu gefið út. Með láninu áframlánaði Icebanks til bankana þriggja með fjármununum sem Seðlabankinn hafði lánað út á veðin.