Velta í byggingavöruverslun var 16,7% meiri í janúar en í sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Aukningin nemur 20 prósentum á föstu verðlagi.

Rannsóknasetrið bendir á að vetrarmánuðirnir séu jafnan rólegir í byggingavöruverslun en að veltan í febrúar hafi verið sambærileg veltu aprílmánaðar undanfarin tvö ár. Því megi segja að vorið í byggingavöruverslun komi nú tveimur mánuðum á undan áætlun. Velta í húsgagnaverslun var 38,7% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Síð- ustu 12 mánuði var velta í húsgagnaverslun 19,2% meiri á föstu verðlagi heldur en 12 mánuðina þar á undan.