Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið hingað til lands á árinu skv. talningu Ferðamálaráðs og er fjölgunin í janúar - júlí rúmlega 17%. Í maí var fjölgunin 26,4%, í júní 10,6% og í júlí 22,2%. Fjölgun varð hjá öllum þeim þjóðernum sem talin eru sérstaklega, langmesta fjölgunin er frá Danmörku, þeim hefur fjölgað um 5365. Tölur þessar eru aðeins yfir erlenda ferðamenn sem koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta í júní s.l.. Þar kemur fram að aukning gistinátta á hótelum í mánuðinum er 11% miðað við árið á undan. Nú liggja fyrir tölur um gistináttafjölda á fyrri helmingi ársins og sýna þær 7% aukningu frá 2003. Nákvæmari og yfirgripsmeiri tölur berast fljótlega vegna júnímánaðar. Ljóst er þegar litið er á fjölgun ferðamanna í samanburði við aukningu gistinátta, að ferðamenn dvelja mun styttrri tíma í landinu nú en áður.