Af þeim tæplega 34 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru á Íslandi voru 1,7% þeirra framúrskarandi fyrirtæki á síðasta ári samkvæmt styrkleikamati Creditinfo. Sé þeim skipt yfir landshluta sést að flest fyrirtæki eru vitanlega skráð á höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 24 þúsund en 1,69% þeirra eru framúrskarandi.

Hæsta hlutfall framúrskarandi fyrirtækja er hins vegar á Austurlandi eða um 2,57% þeirra 1.052 fyrirtækja sem skráð eru þar. Lægst er hlutfallið á Vestfjörðum eða fjögur fyrirtæki af þeim 860 fyrirtækjum sem þar eru skráð.

Er íslenskt atvinnulíf framúrskarandi?

58 fyrirtæki detta úr listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki milli ára og 174 fyrirtæki koma inn. Fyrirtækjunum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að listinn var fyrst birtur fyrir fimm árum síðan. Að einhverju leyti má segja að fylgni sé á milli batnandi ástands í efnahagslífinu og fjölda fyrirtækja á listanum.

Sé hins vegar litið til fjölda fyrirtækja sem eru á vanskilaskrá þá má sjá að batinn er ekki alveg jafn hraður og hann virðist vera. Í ársbyrjun 2014 voru þau 6.533 og hafði fækkað um 4% frá því árinu áður eða um 246 fyrirtæki.

Nánar í sérblaði Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem unnið var í samstarfi Creditinfo. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn  Tölublöð .