Hagnaður Sparisjóðs Vélstjóra árið 2004 nam 792,4 m.kr., fyrir tekju- og eignarskatt en nam 738,8 m.kr. árið 2003 og nemur aukningin 7,3%. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins 682,6 m.kr. í samanburði við 582,6 m.kr. fyrir árið 2003. Hagnaður eftir skatta jókst um 17,2% milli ára. Vaxtatekjur ársins 2004 námu alls 2.221,2 m.kr. og jukust um 16,9% frá fyrra ári.

Rekstur Sparisjóðs vélstjóra gekk vel á árinu 2004 og er hagnaðurinn sá næst mesti í sögu sparisjóðsins. Viðskiptavinum sparisjóðsins fjölgaði á árinu jafnt í hópi einstaklinga sem og fyrirtækja.

Vaxtagjöld jukust um 26,9% og námu alls 1.355,7 m.kr. Hreinar vaxtatekjur
sparisjóðsins námu 865,4 m.kr. króna en voru 831,5 m.kr. á sama tíma árið 2003. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns er nú 3,2%, en var 3,4% árið áður. Aðrar rekstrartekjur námu 900,1 m.kr. í samanburði við 564,2 m.kr. á sama tíma í fyrra og nemur aukningin 59,5%. Hreinar rekstrartekjur námu 1.765,5 m.kr. samanborið við 1.395,8 árið 2003.

Rekstrargjöld sparisjóðsins árið 2004 námu 801,5 m.kr. en námu 699,7 m.kr. fyrir árið 2003, aukningin er 14,5%. Greidd laun ársins námu 409,7 m.kr. og aukast um 13,7% frá fyrra ári. Annar rekstrarkostnaður nam 365,1 m.kr. samanborið við 310,1 m.kr. á sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld sem hlutfall af meðalstöðu efnahags eru 3,0% sem svipað hlutfall og árið áður. Kostnaðarhlutfall sparisjóðsins, þ.e. hlutfall rekstrargjalda og hreinna rekstrartekna er 45,4% til samanburðar við 50,1% árið
2003.

Framlag í afskriftarreikning útlána nam 171,6 m.kr., en um neikvætt framlag að upphæð 42,6 m.kr. að ræða árið 2003. Afskriftarreikningur útlána nam 442,2 m.kr. sem er 2,2% af heildarútlánum og veittum ábyrgðum, en var 2,6% í árslok 2003.