Danól skilaði 17 milljóna króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 24 milljóna króna hagnað árið áður. Danól er heildsala sem flytur inn og selur kaffi frá Merrild og Lavazza ásamt vörum frá Nestlé. Rekstrartap félagsins nam rétt rúmlega 14 milljónum króna samanborið við 16 milljóna króna rekstrarhagnað árið áður. Rekstrargjöld námu 1,1 milljarði króna samanborið við 914 milljónir króna árið áður.

Eignir félagsins námu 443 milljónum króna við lok síðasta rekstrarárs, eigið fé nam um 91 milljón króna og eiginfjárhlutfall var því 20%. Laun og launatengd gjöld til starfsmanna námu 120 milljónum króna, en 13 starfsmenn störfuðu hjá félaginu að meðaltali við lok síðasta rekstrarárs.

Jón Mikael Jónasson er framkvæmdastjóri Danól en fyrirtækið er að fullu í eigu Ölgerðarinnar.