Tap af rekstri Farice ehf. á síðasta ári nam 17 milljónum evra, jafnvirði um 2,8 milljörðum króna. Rekstrartekjur voru 6,7 milljónir og rekstrar- og stjórnunarkostnaður var 5,8 milljónir evra. Farice rekur sæstrengi sem tengjast Íslandi.

Á árinu 2010 stóð yfir fjárhagsleg endurskipulagning Eignarhaldsfélagsins Farice ehf og dótturfélagsins Farice hf, í samvinnu við lánardrottna og hluthafa félaganna. Á hluthafafundum sem haldnir voru í félögunum í desember 2010 var samruni félaganna samþykktur. Ennfremur var samþykkt veruleg aukning hlutafjár í hinu sameinaða félagi, eftir að hlutafé hafði verið lækkað til að mæta uppsöfnuðu tapi. Þá var nafni sameinaða félagsins breytt í Farice ehf.

„Endurskipulagður fjárhagur Farice ehf á að tryggja að félagið geti staðið undir heilbrigðum rekstri og mætt þeim rekstri sem áætlaður er að verði á næstu árum. Tekjur félagsins eru annars vegar af viðskiptasamningum við almenn fjarskiptafélög og hins vegar af samningum við gagnaveraiðnaðinn. Árleg aukning fjarskiptaumferðar almennra fjarskiptafélaga er veruleg, en í áætlunum félagsins er þó gert ráð fyrir að meginvöxturinn verði á sviði þjónustu við gagnaver og skyldan iðnað. Þá skipta nýir samningar við lánardrottna um endurgreiðslur langtímalána afar miklu máli hvað varðar framtíð Farice ehf,“ segir í tilkynningu.

Ársreikningur Farice .