Meðalverð á flugi frá Keflavík er nú 45,482 krónur í desember, sem er ríflega 6% frá síðustu verðkönnun Dohop. Flugverð telst því nokkuð lágt — en það hefur lækkað um 9 þúsund krónur frá sama tímabili í fyrra — eða um 17% lægra en það var í desember í fyrra, samkvæmt verðkönnun Dohop fyrir desember.

Áhugavert er að rýna í til hvaða borga flug hækkar mest og lækkar mest. Til að mynda þá hefur flug til Alicante hækkað um 31% milli tímabila og flug til Barselóna hækkar einnig um 28%. Hins vegar lækkar meðalverð á flugi til New York um næstum 9% og er meðalverð til New York því nú 75.977 krónur.

Hér er hægt að sjá áhugavert graf yfir þróun á meðalflugverði á þessu ári og því síðasta, sem að Dohop hefur tekið saman í verðkönnun sinni;

Meðalverð á flugi - Dohop
Meðalverð á flugi - Dohop
© Aðsend mynd (AÐSEND)