Sautján manns hefur verið sagt upp hjá skiptum auk þess sem 15 starfsmenn flytjast frá Mílu yfir til Símans. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu í rekstri Skipta, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Miðað er að því að bregðast við minnni rauntekjum á fjarskiptamarkaði samhliða verulegri kostnaðarverðbólgu innanlands. Stærstu fyrirtækin undir Skiptum eru Síminn, Míla og Skjárinn. Gert er ráð fyrir að spara hálfan milljarð króna með aðgerðunum.

Þá kemur fram í tilkynningu Skipta að með þessum breytingum sé verið að einfalda ferla og koma í veg fyrir tvíverknað hjá fyrirtækjum samstæðunnar. Einnig er um almennar sparnaðaraðgerðir að ræða. Markmiðið með aðgerðunum nú er sparnaður um a.m.k. 500 milljónir kr. á ársgrundvelli.

Hjá Skiptum og dótturfélögum starfa 800 manns.