*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 9. mars 2014 08:10

17 þúsund sáu sýningu Ragnars

Hjá Kling og Bang telja menn að varlega áætlað megi gera ráð fyrir að 17 þúsund manns hafi séð The Visitors.

Ritstjórn
Aðsend mynd

17.000 manns sáu sýninguna The Visitors eftir Ragnar Kjartansson í Kling og Bang galleríi samkvæmt bráðabirgðatölum frá galleríinu. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að rúmlega 1.500 gestir hefðu séð sýninguna á síðasta sýningardegi hennar 23. febrúar síðastliðinn. 

„Við töldum ekki alla sýningargesti yfir tímabilið en þetta er það sem við höfum reiknað út frá gestabókum og fleiru, en sumum finnst þetta nokkuð varlega reiknað. Það var vissulega magnað að sjá hversu vel sótt hún var. Þetta er einsdæmi í okkar galleríi og ég held að þetta sé einsdæmi á meðal gallería á landinu,“ segir Ingibjörg Sigurjónsdóttir hjá Kling og Bang um aðsóknina.