Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,6%. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar .

Í fréttinni segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í janúar 2020, sé 469,8 stig og lækki um 0,74% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 400,5 stig og lækki um 0,87% frá desember 2020.

„Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 10,9% (áhrif á vísitöluna -0,48%) og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði lækkaði um 6,7% (-0,13). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) lækkaði um 0,6% (-0,10%),“ segir jafnframt í fréttinni.

Loks segir að vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í janúar 2020, sem er 469,8 stig, gildi til verðtryggingar í mars 2020. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, sé 9.276 stig fyrir mars 2020.