Um 170 umsóknir um lokunarstyrki hafa borist frá því opnað var fyrir umsóknir 12. júní. Af þeim hafa 75% verið afgreiddar og styrkfjárhæð að upphæð 137 milljónir króna greidd út. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Aðsókn fer rólega af stað, en alls var talið að um 2.000 fyrirtæki geti fallið undir úrræðið vegna lokunar og eru þetta því innan við 10% um mögulegra umsókna.

Í könnun Gallup um viðhorf fyrirtækja til mótvægisaðgerða stjórnvalda kemur fram að rúmlega 64% fyrirtækja eru ánægð með aðgerðirnar og aðeins um 10% óánægð. Eftir því sem fyrirtæki hafa betur kynnt sér úrræðin, því ánægðari eru þau.

Um helmingur fyrirtækja sem þátt tók í könnuninni telur sig vel í stakk búinn til að takast á við tímabundin áföll á næstu mánuðum, en innan við fjórðungur stendur illa.

Nokkuð ber á að aðilar sem ekki falla undir skilyrði úrræðisins sæki um, en einungis þeir, sem gert var að loka loka samkvæmt 5. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, eru styrkhæfir.