Matsölustaðurinn Prikið hagnaðist um rétt rúmar 8,56 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 25,85 milljónir árið þar á undan og dróst því hagnaðurinn saman um 17,3 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Rekstrartekjur félagsins námu 352 milljónum króna árið 2017 og jukust þær um 37 milljónir milli ára. Rekstrargjöldin námu 169,5 milljónum króna á síðasta ári og þar af voru laun- og launatengd gjöld 91,3 milljónir króna.

Eignir fyrirtækisins í lok síðasta árs námu 57,7 milljónum króna og eigið fé var 9,56 milljónir. Framkvæmdastjóri Priksins er Guðfinnur Sölvi Karlsson.