*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 15. september 2019 13:01

174 milljónir í handbært fé

Lögmannsstofan Íslög hagnaðist um 34 milljónir króna í fyrra. Eigið fé félagsins nam 159 milljónum króna í árslok.

Ritstjórn
Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og eigandi Íslaga.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Lögmannsstofan Íslög, sem er í eigu hjónanna Steinars Þórs Guðgeirssonar og Ástríðar Gísladóttur, hagnaðist um 34 milljónir á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um tæplega þrjár milljónir króna milli ára.

Rekstrartekjur námu 115 milljónum og jukust um fjórar milljónir milli ára. Eigið fé félagsins nam 159 milljónum króna í árslok, eignir 219 milljónum en þar af var handbært fé 174 milljónir króna. Lögmannsstofan hefur verið áberandi í störfum fyrir fjármálaráðuneytið og Seðlabanka Íslands undanfarin ár.